top of page

Viðskiptaskilmálar 

Viðskiptaskilmálar fyrir vefverslunina Ísvit gilda um sölu á vöru og þjónustu heildsölunnar Ísvit-Danson ehf. til neytenda.

Hér eftir er seljandi:

Ísvit-Danson ehf.
Gylfaflöt 5, 112 Reykjavík.
Kennitala: 640619-0740.
Virðisaukaskattsnúmer: 135197.

Kaupandi er sá aðili sem er skráður kaupandi á reikningi. Öll verð á vefnum eru staðgreiðsluverð með VSK. Allar upplýsingar birtast með fyrirvara um breytingar og innsláttarvillur.

Pöntun

Pöntun er bindandi þegar hún er skráð á netþjón seljanda og gengið hefur verið frá greiðslu. Vörur og/eða þjónustu skal staðgreiða nema um annað hafi verið samið sérstaklega. Annar greiðslumáti en skv. meðfylgjandi greiðsluseðlum eða upplýsingum telst ófullnægjandi.

Athugasemdir vegna útgefinna reikninga skulu berast á netfang seljanda: ísvit@isvit.is (Ísvit-Danson ehf.) innan 30 daga frá útgáfudegi. Dráttarvextir reiknast frá gjalddaga.

Vöruskil

Viðskiptavinur hefur heimild til að skila vöru innan 14 daga og fá inneignarnótu að andvirðu vörunnar að því gefnu að varan sé ónotuð og í upprunalegum umbúðum og gegn framvísun kvittunar/reiknings/sölureiknings.

Ábyrgð

Seljandi veitir upplýsingar um vörur eftir bestu vitund hverju sinni. Seljandi birtir allar upplýsingar með fyrirvara um bilanir, vírusa, prent-, birtingar- og innsláttarvillur í texta, verðum og myndum. Vöruúrval getur verið mismunandi milli vefverslunar og verslunar. Ennfremur áskilur seljandi sér rétt til að aflýsa í heild eða að hluta til pöntun kaupanda ef varan er uppseld. Undir þeim kringumstæðum fær kaupandi tilkynningu ásamt upplýsingum um hvað gæti mögulega hentað í staðinn. Kaupandi fær þá möguleika á að samþykkja þá tillögu eða aflýsa pöntun í heild sinni.
 

Verð eru stöðugt að breytast hjá seljanda m.a. vegna gengisbreytinga, innflutingskotnaðar og verðbreytinga birgja. Verðhækkanir sem verða eftir pöntun viðskiptavinar eru ekki afturkræfar. Það verð gildir sem var í gildi þegar pöntun var gerð og kemur fram á pöntunarstaðfestingu. Heildarkostnaður er tekinn fram áður en kaupandi staðfestir pöntun endanlega. Þar er tekinn fram allur kostnaður við pöntun s.s. þjónustu, sendingu o.s.frv.
 

Hægt er að inna greiðslu af hendi með bankamillifærslu eða greiðslukorti. Ef greitt er með greiðslukorti er upphæðin skuldfærð við afgreiðslu pöntunarinnar af lager. Ef greiðsla berst ekki, áskilur seljandi sér rétt til að aflýsa pöntuninni. Ef greitt er með bankamillifærslu eru vörur fráteknar á lager þar til greiðsla berst. Vörur eru fráteknar í 1 dag með tilliti til frídaga, ef millifærsla berst ekki innan þess tíma er pöntun aflýst.
 

Afhending telst vera innan eðlilegra tímamarka frá útgáfudegi reiknings. Ef afhendingu seinkar mun seljandi tilkynna það til kaupanda ásamt upplýsingum um hvenær pöntunin verður tilbúin til afhendingar eða bjóða staðgengilsvörur ef varan er uppseld. Allar skemmdir á vörum af hendi flutningsaðila eru á þeirra ábyrgð og að fullu bætt gagnvart viðskiptavini. Skemmdir eftir að vara hefur verið afhent er á ábyrgð kaupanda.
 

Eftir að kaupandi hefur móttekið pöntunina þarf hann að kanna hvort hún sé í samræmi við pöntunarstaðfestinguna, hvort eitthvað hafi skemmst í flutningi og að allar vörur séu samkvæmt vörulýsingu og ógallaðar. Skilmálar þessir gera ráð fyrir að kaupandi hafi lesið og kynnt sér leiðbeiningar og/eða handbók sem fylgja keyptri vöru við afhendingu. Eðlilegur athugunartími viðskiptavinar telst vera innan 14 daga. Eftir 14 daga áskilur seljandi sér rétt til að sannreyna staðhæfingu kaupanda innan eðlilegra tímamarka áður en leyst er úr umkvörtunarefni kaupanda. Í flestum tilfellum felur það í sér athugun hjá viðurkenndum þjónustuaðila.
 

Ef að varan er gölluð eða það vantar eitthvað í vöruna er seljanda skylt að bjóða kaupanda viðgerð, nýja vöru, afslátt eða afturköllun kaupa. Það fer eftir atvikum hvaða leið er valin hverju sinni. Tilkynning á galla verður að berast munnlega eða skriflega. Mælt er með að tilkynningin berist innan 14 daga frá því galli uppgötvast. Vegna skráningargildis er mælt með að kaupandi sendi tölvupóst um gallann og geymi afrit. Seljandi sendir staðfestingu til baka um móttöku tölvupóstsins. Réttur til að fá galla bættan er til tveggja ára gagnvart einstaklingum en eitt ár gagnvart fyrirtækjum. Seljandi áskilur sér rétt til að sannreyna að varan sé gölluð, þó innan eðlilegra tímamarka. Galli telst einungis vegna framleiðslugalla. Slit á búnaði, röng eða slæm meðhöndlun á búnaði telst ekki til galla.
 

Ábyrgð á búnaði fellur niður ef:

 • Sérpantaðri vöru fæst ekki skilað.

 • Verksmiðjunúmer hefur verið fjarlægt.

 • Tjón verður sem stafar af rangri meðferð, misnotkun eða slysni.

 • Um eðlilegt slit vegna notkunar búnaðar er að ræða.

 • Viðgerð eða tilraun til viðgerðar hefur verið gerð af öðrum en starfsmönnum Ísvit-Danson ehf.

 • Átt hefur verið við búnaðinn þannig að skemmd hefur hlotist af.

 • Ábyrgðarinnsigli hefur verið rofið (á við um búnað sem hefur ábyrgðarinnsigli).
   

Reglur sem gilda um netviðskipti


Athugið að rafrænn fjarsölusamningur er jafngildur skriflegum samningi en kaupandi hefur þó rétt til að falla frá kaupunum, án kostnaðar, í allt að fjórtán daga frá móttöku vörunnar að uppfylltum eftirtöldum skilyrðum:
 

 • Vörunni sé skilað til fyrirtækisins án áfallins sendingarkostnaðar.

 • Innsigli á búnaði má ekki vera rofið.

 • Búnaðurinn sé óskemmdur og í upprunarlegum umbúðum.

 • Að ekki sé um sérpöntun eða sérsniðna vöru að ræða.

 • Seljandi ábyrgist að veittar persónuupplýsingar verða ekki afhentar öðrum né notaðar í öðrum tilgangi en viðkomandi viðskiptum.

bottom of page